Enski boltinn

Valencia: Þetta verða stærstu leikir á ferli mínum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Antonio Valencia.
Antonio Valencia. Nordic photos/AFP

Vængmaðurinn Antonio Valencia hjá Manchester United kveðst vart geta beðið eftir leikjunum gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hinn 24 ára gamli Valencia kom til United síðasta sumar á 16 milljónir punda frá Wigan og hefur þótt standa sig með prýði það sem af er keppnistímabilinu en leikmaðurinn viðurkennir þó að framundan sé án nokkurs vafa stærsta verkefni sem hann hefur tekist á við á ferlinum.

„Þetta verða stærstu leikir á ferli mínum þegar við mætum AC Milan því meistaradeildin er gríðarlega mikilvæg keppni og félögin gerast nú varla stærri en AC Milan. Þeir hafa unnið alla titla sem í boði eru í Evrópu í það í fjölmörg skipti og þetta verður því mikið próf fyrir okkur," segir Valencia í viðtali við opinbera heimasíðu United.

Fyrri viðureign félaganna fer fram á San Siro-leikvanginum  16. febrúar en seinni viðureignin verður á Old Trafford-leikvanginum 10. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×