Button ætlar að taka áhættu 13. október 2010 16:32 Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren eru í slagnum um meistaratitilinn. Mynd: Getty Images Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig. Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig.
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira