Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,52 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu bréf Marels, sem lækkaði um 1,07 prósent og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi hlutabréfanna fór niður um 0,62 prósent.
Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa hins færeyska Eik banka um 3,37 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15 prósent og endaði í 996,8 stigum.