Erla Steina Arnardóttir gefur ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hún var ósátt með að vera ekki valin í liðið fyrr á þessu ári.
Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Þar segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari að hann hafi ekki íhugað að velja Erlu Steinu í landsleikina gegn Frökkum og Eistum en hópurinn fyrir leikina var tilkynntur í gær.
"Hún gefur ekki kost á sér í landsliðið síðan í febrúar eða mars á þessu ári þegar ég valdi hana ekki," sagði Sigurður sem valdi þá æfingahóp sem fór saman til Algarve á æfingamót.
"Hún er hætt að gefa kost á sér og því er ég ekkert að hugsa um hana. Ég hugsa ekkert um leikmenn sem gefa ekki kost á sér," sagði Sigurður.
Erla hafði áður sagt að ólíklegt væri að hún spilaði aftur með landsliðinu.
Erla er 27 ára gömul og hefur leikið 31 landsleik. Hún spilar með Kristianstad í Svíþjóð.
Erla Steina endanlega hætt með landsliðinu
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
