Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni náði sinni næst bestu sjöþraut frá upphafi með 5.757 stig og varð í 2. sæti í Evrópubikarkeppninni í Tel-Aviv. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ bætti sig og hlaup 5.123 stig og varð í 14. sæti.
Sveinbjörg bætti sinn árangur í öllum greinum sjöþrautarinnar og stökk 6,10 m sem er jafn lágmarksárangri á HM unglinga í Moncton í Kanada í næsta mánuði. Áður höfðu bæði Helga Margrét og Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR náð lágmarkinu. Helga í sjöþraut og Hulda í stangarstökki.
Árangur þeirra Helgu og Sveinbjargar var í einstökum greinum sem hér segir: Langstökk 5,52 m hjá Helgu og 6,10 hjá Sveinbjörgu eins og áður sagði. Spjótkast 50,77 m hjá Helgu Margréti og 35,30 m hjá Sveinbjörgu. Í 800 m hljóp Helga Margrét á 2:14,84 mín. sem er persónulegt og Sveinbjörg fór á 2:29,36 mín sem er einnig bæting en hún bætti sinn árangur í öllu greinum sjöþrautarinnar.
Helga með sína næst bestu sjöþraut frá upphafi
Elvar Geir Magnússon skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn

