Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega 7. júlí 2010 13:07 Stefano Domenicali með ökumenn sína sér við hlið, þá Fernando Alonso og Felipe Massa þegar Ferrari fagnaði 800 mótinu í Formúlu 1 í Istanbúl. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira