Webber gagnrýndur vegna óhapps 28. júní 2010 16:41 Mark Webber svarar spurningum fréttamanna eftir óhappið í gær. Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira