Ætlar bara að skoða sín mál í rólegheitunum eftir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2010 10:30 Árni Gautur Arason á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess. Árni Gautur verður á tímamótum í haust þegar samningur hans við Odd Grenland rennur út en hann fær ekki nýjan samning hjá norska liðinu. Árni Gautur er ekki mikið að hugsa um framtíð sína og ætlar að einbeita sér að því að standa sig vel með Odd Grenland og íslenska landsliðinu. „Það er ekkert nýtt að frétta af mér og minni stöðu. Ég ætla bara að skoða málin í rólegheitunum og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Ég fer ekkert í það fyrr en eftir tímabilið því ég er með samning fram að áramótum," segir Árni Gautur. „Það skiptir mestu máli að klára þetta tímabil almennilega og sjá síðan hvaða möguleikar eru í boði. Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta eins og fjölskyldan. Ég veit ekki hvort ég geti endað á Íslandi en ég vil skoða allt hvort sem það er í Noregi eða utan Noregs. Það er ekkert þannig séð á borðinu," segir Árni Gautur. Íslenska landsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum landsleikjum á árinu en Árni Gautur stóð í markinu í þeim fyrsta á móti Kýpur. „Þetta er búið að vera að virka vel og við munum reyna að halda áfram á þessari braut. Það verður erfiður leikur á morgun (í dag) og mikilvægur undirbúningur fyrir leikina í haust," segir Árni Gautur. Ísland tapaði illa fyrir Liechtenstein fyrir tæpum þremur árum í undankeppni EM en Árni Gautur er ekkert að hugsa um að hefna eitthvað fyrir þann leik. „Við erum búnir að gleyma því hvernig fór gegn fyrir nokkrum árum og svöruðum fyrir það þegar við spiluðum við þá síðast," segir Árni en Ísland vann 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik í fyrra þar sem Árni stóð í markinu í fyrri hálfleiknum. „Við horfum bara fram á við og reynum að nýta þetta sem best sem undirbúning fyrir þessa haustleiki. Við erum í hörku riðli og það er spenna í manni að þetta sé að fara í gang," sagði Árni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess. Árni Gautur verður á tímamótum í haust þegar samningur hans við Odd Grenland rennur út en hann fær ekki nýjan samning hjá norska liðinu. Árni Gautur er ekki mikið að hugsa um framtíð sína og ætlar að einbeita sér að því að standa sig vel með Odd Grenland og íslenska landsliðinu. „Það er ekkert nýtt að frétta af mér og minni stöðu. Ég ætla bara að skoða málin í rólegheitunum og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Ég fer ekkert í það fyrr en eftir tímabilið því ég er með samning fram að áramótum," segir Árni Gautur. „Það skiptir mestu máli að klára þetta tímabil almennilega og sjá síðan hvaða möguleikar eru í boði. Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta eins og fjölskyldan. Ég veit ekki hvort ég geti endað á Íslandi en ég vil skoða allt hvort sem það er í Noregi eða utan Noregs. Það er ekkert þannig séð á borðinu," segir Árni Gautur. Íslenska landsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum landsleikjum á árinu en Árni Gautur stóð í markinu í þeim fyrsta á móti Kýpur. „Þetta er búið að vera að virka vel og við munum reyna að halda áfram á þessari braut. Það verður erfiður leikur á morgun (í dag) og mikilvægur undirbúningur fyrir leikina í haust," segir Árni Gautur. Ísland tapaði illa fyrir Liechtenstein fyrir tæpum þremur árum í undankeppni EM en Árni Gautur er ekkert að hugsa um að hefna eitthvað fyrir þann leik. „Við erum búnir að gleyma því hvernig fór gegn fyrir nokkrum árum og svöruðum fyrir það þegar við spiluðum við þá síðast," segir Árni en Ísland vann 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik í fyrra þar sem Árni stóð í markinu í fyrri hálfleiknum. „Við horfum bara fram á við og reynum að nýta þetta sem best sem undirbúning fyrir þessa haustleiki. Við erum í hörku riðli og það er spenna í manni að þetta sé að fara í gang," sagði Árni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira