Leikarinn David Cross, sem fer með hlutverk Tobiasar Funke í gamanþáttunum Arrested Development, segir að hugmyndin um að gera kvikmynd eftir þáttunum muni ekki líta dagsins ljós.
„Ég held ég verði að segja ykkur að það mun ekki gerast. Það er ekki opinbert en ég held bara að þetta verði ekki að raunveruleika. Það eru svo margir leikarar í þáttunum sem eru að sinna sínu þessa stundina, hver í sínu horni. Ég er viss um að ég tala fyrir hönd allra þegar ég segi að ég vona að kvikmyndin verði gerð einn daginn, við mundum gjarnan vilja taka slíkt verkefni að okkur, en ég bara held að sú verði ekki raunin," sagði leikarinn um málið.
Of uppteknir fyrir Arrested Development
