Massa: Endaspretturinn verður spennandi 24. ágúst 2010 16:05 Felipe Massa hefur ekið með Ferrari síðustu ár. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Massa keppti ekki í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í Ungverjalandi, en heldur mikið upp á brautina. "Við erum í góðum málum og verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í þróun bílsins. Ég keppti síðast árið 2008 og elska brautina. Það hlakkar alla til að keyra brautina að ég held", sagði Massa í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í skrif hans á heimasíðu Ferrari. "Við höfum sýnt að við erum samkeppnisfærir í síðustu mótum, en það er erfitt að spá í stöðuna. Það er lítill munur á milli liða og smávægilegar breytingar í getu á einstökum brautum getur gert gæfumuninn. Við verðum að sjá hvað gerist á fyrstu æfingum til að sjá stöðuna." "Það eru ekki nema sjö mót eftir og endaspretturinn ætti að verða virkilega spennandi, en það þýðir að spennan verður meiri meðal okkar sem keppa. En við höfum verið í þessari stöðu áður og vitum hvernig á að höndla pressuna." "Við þurfum að koma okkur í toppslaginn og ég er mjög einbeittur, eftir að hafa verið í sumarfríi. Ég saknaði þess að keyra ekki keppnisbílinn og get ekki hugsað mér betri vettvang en Spa. Brautin getur verið skemmtileg í rigningu og það hefur oft rignt. Við verðum að mæta öllum mögulegum aðstæðum", sagði Massa.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira