Staðreyndir og blekkingar 11. febrúar 2010 10:45 Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun