Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina? 24. júní 2010 06:00 Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Þrír stærstu flokkarnir á þingi funda um helgina. Fundir VG og Samfylkingar eru öðrum þræði til að bregðast við sveitarstjórnarkosningum en fundur Sjálfstæðisflokks var ákveðinn til að kjósa varaformann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira