Framþróun bílanna lykill að meistaratitlunum tveimur 14. júní 2010 11:09 Lewis Hamilton, Martin Whitmarsh og Jenson Button fagna tvövöldum sigri McLaren í gær. mynd: Getty Images Martin Whitmarsh yfirmaður McLaren sem vann tvöfaldan sigur um helgina segir að stöðug framþróun keppnisbílanna sé lykillinn að því að halda forystunni í stigamóti ökumanna og bílasmiða út árið. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna og McLaren er með forysttu í stigamóti bílsmiða eftir tvöfaldan sigur í gær. "Við erum reyndir í titilbaráttunni og höfum keppt af kappi um titla áður og höfum meiri reynslu en Red Bull hvað það varðar. En við vanmetum andstæðinginn ekki og verðum að gæta þess að þróa bílinn, því að þeir eiga eftir að svara fyrir sig", sagði Whitmarsh í spjalli á autosport.com í dag. "Ef við framþróum ekki bílinn, verðum við ekki meistarar. Við reynum að bæta bílinn um 0.15-0.25 sekúndur í hverju móti. Svo mætum við með nokkuð breyttan bíl á Silverstone mótið." "Báðir ökumenn okkar vita hvað slagurinn er harður um titilinn og við erum allir staðráðnir í að halda áfram að vinna mót. En við tökum eitt mót í einu, en höfum unnið tvö mót í röð. Við mætum í næsta mót í Valencia með það í huga að halda okkar skriði." Whitmarsh telur að sumir ökumenn og liði hafi veðjað á ranga notkun á dekkjum í mótinu í gær og dekkjaval McLaren hafi verið lykillin að tvöföldum sigri. "Báðir ökumenn óku vel og liðið tók réttar ákvarðnir varðandi keppniáætlun. Þetta var ánægjulegt fyrir liðið. Það er mikil spenna í gangi og allt getur farið forgörðum á augnabliki", sagði Whitmarsh, sáttu við sína menn. Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh yfirmaður McLaren sem vann tvöfaldan sigur um helgina segir að stöðug framþróun keppnisbílanna sé lykillinn að því að halda forystunni í stigamóti ökumanna og bílasmiða út árið. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna og McLaren er með forysttu í stigamóti bílsmiða eftir tvöfaldan sigur í gær. "Við erum reyndir í titilbaráttunni og höfum keppt af kappi um titla áður og höfum meiri reynslu en Red Bull hvað það varðar. En við vanmetum andstæðinginn ekki og verðum að gæta þess að þróa bílinn, því að þeir eiga eftir að svara fyrir sig", sagði Whitmarsh í spjalli á autosport.com í dag. "Ef við framþróum ekki bílinn, verðum við ekki meistarar. Við reynum að bæta bílinn um 0.15-0.25 sekúndur í hverju móti. Svo mætum við með nokkuð breyttan bíl á Silverstone mótið." "Báðir ökumenn okkar vita hvað slagurinn er harður um titilinn og við erum allir staðráðnir í að halda áfram að vinna mót. En við tökum eitt mót í einu, en höfum unnið tvö mót í röð. Við mætum í næsta mót í Valencia með það í huga að halda okkar skriði." Whitmarsh telur að sumir ökumenn og liði hafi veðjað á ranga notkun á dekkjum í mótinu í gær og dekkjaval McLaren hafi verið lykillin að tvöföldum sigri. "Báðir ökumenn óku vel og liðið tók réttar ákvarðnir varðandi keppniáætlun. Þetta var ánægjulegt fyrir liðið. Það er mikil spenna í gangi og allt getur farið forgörðum á augnabliki", sagði Whitmarsh, sáttu við sína menn.
Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira