Svandís Svavarsdóttir: Á ári líffræðilegrar fjölbreytni 23. apríl 2010 06:00 Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar. Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands. Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill. Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar. Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands. Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill. Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar