ÍR tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla með því að vinna sjö stiga sigur á Breiðabliki, 87-94, í Smáranum í Kópavogi í dag. Michael Jefferson skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði ÍR.
ÍR-ingar voru með forustu allan leikinn en Blikar voru þá aldrei út úr leiknum. ÍR var 25-21 yfir eftir fyrsta leikhluta og 45-40 yfir í hálfleik. ÍR-ingar unnu síðan bæði þriðja og fjórða leikhlutann með einu stigi og þar með leikinn með sjö stigum.
Michael Jefferson var með 28 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst í sínum fyrsta sigurleik í ÍR-búningnum en Nemanja Sovic kom honum næstur með 18 stig og Steinar Arason skoraði 15 stig.
Hjalti Friðriksson skoraði 21 stig fyrir Blika en Jeremy Caldwell kom honum næstur með 18 stig.
ÍR-ingar fyrstir liða inn í undanúrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn