Button: Ég get enn orðið meistari 2. september 2010 17:17 Jenson Button er núverandi meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira