Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur 11. september 2010 17:59 Felipe Massa, Fernando Alonso og Jenson Button voru með bestu tímanna í dag á Monza og Alonso ræsir fremstur af stað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira