Krónan hækkar heita vatnið 26. ágúst 2010 08:00 Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. Mikið hefur verið fjallað um hvernig fást á við vanda Orkuveitunnar. Það verður annars vegar gert með niðurskurði í rekstri fyrirtækisins - og virðist þar reyndar af nógu að taka - og hins vegar með miklum gjaldskrárhækkunum. Stjórnar-formaðurinn hefur boðað tveggja tölustafa hækkun og margir gera ráð fyrir að rafmagnið og vatnið hækki um u.þ.b. 20%. Minni gaumur hefur verið gefinn að því hvernig skuldirnar urðu til. Að hluta til er um það að ræða að Orkuveitan reyndi að gína yfir of miklu og missti sjónar á meginhlutverki sínu; að framleiða rafmagn, heitt og kalt vatn og selja það almenningi og fyrirtækjum. Einkum og sér í lagi í tíð Reykjavíkurlistans lét Orkuveitan sér fátt mannlegt óviðkomandi, allt frá risarækjueldi til fjarskiptarekstrar upp á milljarða króna. Allt kostaði það sitt. Orkuveitan stofnaði jafnframt til mikilla skulda vegna virkjanaframkvæmda, sem voru þó hluti af hefðbundnu hlutverki fyrir-tækisins. Það áttu að geta orðið arðbærar framkvæmdir. Fyrir þeim voru tekin erlend lán, enda verkefnin af þeirri stærðargráðu að þau urðu hvorki fjármögnuð eingöngu á innlendum fjármagnsmarkaði né á íslenzkum vöxtum, sem eru hærri en annars staðar vegna smæðar og áhættu gjaldmiðilsins. Hrun gjaldmiðilsins er svo einmitt stærsta orsök skuldavanda Orkuveitunnar. Skuldir fyrirtækisins tvöfölduðust um það bil; gengistapið á árinu 2008 reiknaðist 93 milljarðar. Þetta er að sjálfsögðu ekkert einsdæmi. Ótal fyrirtæki og heimili um allt land eru í sömu sporum, að skuldirnar tvöfölduðust vegna hruns gjaldmiðilsins. Afleiðingarnar eru hins vegar svo æpandi í tilfelli Orkuveitunnar vegna stærðar fyrirtækisins og áhrifa á daglegt líf og fjárhag meirihluta landsmanna. Enn sér ekki fyrir endann á vanda Orkuveitunnar, sem leiðir af því að Ísland býr við veikan og í raun ónýtan gjaldmiðil. Á næstu árum mun fyrirtækið þurfa að endurfjármagna talsvert af skuldum sínum á alþjóðlegum lánamörkuðum. Það mun reynast því erfitt nema tekin verði trúverðug skref í þá átt að koma hér á stöðugleika í gjaldmiðilsmálum, sem gerist tæplega nema tekin verði upp ný mynt. Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri fyrirtæki en Orkuveituna. Hrun krónunnar hefur valdið hruni í lífskjörum almennings. Verðbólgan hefur aukizt, allur innflutningur er dýrari og kaupmátturinn hefur rýrnað. Skuldabyrði allra hefur þyngzt vegna krónuhrunsins, hvort sem fólk er með verðtryggð lán eða gengistryggð. Nú bætast við hækkanir á rafmagns-, vatns- og húshitunar-kostnaði, allt í boði þeirra sem hafa talið og telja enn íslenzku krónuna vera frábæran gjaldmiðil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. Mikið hefur verið fjallað um hvernig fást á við vanda Orkuveitunnar. Það verður annars vegar gert með niðurskurði í rekstri fyrirtækisins - og virðist þar reyndar af nógu að taka - og hins vegar með miklum gjaldskrárhækkunum. Stjórnar-formaðurinn hefur boðað tveggja tölustafa hækkun og margir gera ráð fyrir að rafmagnið og vatnið hækki um u.þ.b. 20%. Minni gaumur hefur verið gefinn að því hvernig skuldirnar urðu til. Að hluta til er um það að ræða að Orkuveitan reyndi að gína yfir of miklu og missti sjónar á meginhlutverki sínu; að framleiða rafmagn, heitt og kalt vatn og selja það almenningi og fyrirtækjum. Einkum og sér í lagi í tíð Reykjavíkurlistans lét Orkuveitan sér fátt mannlegt óviðkomandi, allt frá risarækjueldi til fjarskiptarekstrar upp á milljarða króna. Allt kostaði það sitt. Orkuveitan stofnaði jafnframt til mikilla skulda vegna virkjanaframkvæmda, sem voru þó hluti af hefðbundnu hlutverki fyrir-tækisins. Það áttu að geta orðið arðbærar framkvæmdir. Fyrir þeim voru tekin erlend lán, enda verkefnin af þeirri stærðargráðu að þau urðu hvorki fjármögnuð eingöngu á innlendum fjármagnsmarkaði né á íslenzkum vöxtum, sem eru hærri en annars staðar vegna smæðar og áhættu gjaldmiðilsins. Hrun gjaldmiðilsins er svo einmitt stærsta orsök skuldavanda Orkuveitunnar. Skuldir fyrirtækisins tvöfölduðust um það bil; gengistapið á árinu 2008 reiknaðist 93 milljarðar. Þetta er að sjálfsögðu ekkert einsdæmi. Ótal fyrirtæki og heimili um allt land eru í sömu sporum, að skuldirnar tvöfölduðust vegna hruns gjaldmiðilsins. Afleiðingarnar eru hins vegar svo æpandi í tilfelli Orkuveitunnar vegna stærðar fyrirtækisins og áhrifa á daglegt líf og fjárhag meirihluta landsmanna. Enn sér ekki fyrir endann á vanda Orkuveitunnar, sem leiðir af því að Ísland býr við veikan og í raun ónýtan gjaldmiðil. Á næstu árum mun fyrirtækið þurfa að endurfjármagna talsvert af skuldum sínum á alþjóðlegum lánamörkuðum. Það mun reynast því erfitt nema tekin verði trúverðug skref í þá átt að koma hér á stöðugleika í gjaldmiðilsmálum, sem gerist tæplega nema tekin verði upp ný mynt. Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri fyrirtæki en Orkuveituna. Hrun krónunnar hefur valdið hruni í lífskjörum almennings. Verðbólgan hefur aukizt, allur innflutningur er dýrari og kaupmátturinn hefur rýrnað. Skuldabyrði allra hefur þyngzt vegna krónuhrunsins, hvort sem fólk er með verðtryggð lán eða gengistryggð. Nú bætast við hækkanir á rafmagns-, vatns- og húshitunar-kostnaði, allt í boði þeirra sem hafa talið og telja enn íslenzku krónuna vera frábæran gjaldmiðil.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun