Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2010 10:30 Sebastian Vettel hjá Red Bull. Mynd/AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. Sebastian Vettel var í góðri stöðu í fyrstu tveimur keppnunum í Barein og Ástralíu en vandræði með bílinn kostuðu hann sigurinn í þeim báðum. Nú hélt bíllinn út og Vettel vann glæsilegan sigur. Nico Rosberg hjá Mercedes varð í þriðja sæti í kappakstrinum en McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu aðeins sjötta og áttunda sæti. Felipe Massa hjá Ferrari hefur forustuna í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endað í sjöunda sæti en Fernando Alonso varð að hætta keppni í lok kappakstursins í dag. Spennan er orðið mjög mikil þar sem munar aðeins fjórum stigum á efstu fimm ökumönnunum. Michael Schumacher varð að hætta keppni eftir níu hringi þegar bíllinn hans bilaði en Schumacher er aðeins í 10. sæti í keppni ökumanna.Lokaröð keppenda í Malasíu-kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel,Red Bull-Renault 25 stig 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 18 stig 3. Nico Rosberg, Mercedes GP 15 stig 4. Robert Kubica, Renault 12 stig 5. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 8 stig 7. Felipe Massa, Ferrari 6 stig 8. Jenson Button, McLaren-Mercedes 4 stig 9. Jaime Alguersuari, Toro Rosso-Ferrari 2 stig 10. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth 1 stigStaðan í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn: 1. Felipe Massa, Ferrari 39 stig 2. Fernando Alonso, Ferrari 37 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 37 stig 4. Jenson Button, McLaren-Mercedes 35 stig 5. Nico Rosberg, Mercedes GP 35 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 31 stig 7. Robert Kubica, Renault 30 stig 8. Mark Webber, Red Bull-Renault 24 stig 9. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes GP 9 stig Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. Sebastian Vettel var í góðri stöðu í fyrstu tveimur keppnunum í Barein og Ástralíu en vandræði með bílinn kostuðu hann sigurinn í þeim báðum. Nú hélt bíllinn út og Vettel vann glæsilegan sigur. Nico Rosberg hjá Mercedes varð í þriðja sæti í kappakstrinum en McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu aðeins sjötta og áttunda sæti. Felipe Massa hjá Ferrari hefur forustuna í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endað í sjöunda sæti en Fernando Alonso varð að hætta keppni í lok kappakstursins í dag. Spennan er orðið mjög mikil þar sem munar aðeins fjórum stigum á efstu fimm ökumönnunum. Michael Schumacher varð að hætta keppni eftir níu hringi þegar bíllinn hans bilaði en Schumacher er aðeins í 10. sæti í keppni ökumanna.Lokaröð keppenda í Malasíu-kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel,Red Bull-Renault 25 stig 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 18 stig 3. Nico Rosberg, Mercedes GP 15 stig 4. Robert Kubica, Renault 12 stig 5. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 8 stig 7. Felipe Massa, Ferrari 6 stig 8. Jenson Button, McLaren-Mercedes 4 stig 9. Jaime Alguersuari, Toro Rosso-Ferrari 2 stig 10. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth 1 stigStaðan í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn: 1. Felipe Massa, Ferrari 39 stig 2. Fernando Alonso, Ferrari 37 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 37 stig 4. Jenson Button, McLaren-Mercedes 35 stig 5. Nico Rosberg, Mercedes GP 35 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 31 stig 7. Robert Kubica, Renault 30 stig 8. Mark Webber, Red Bull-Renault 24 stig 9. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes GP 9 stig
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira