Nýbakaður DTM-meistari vonast eftir Formúlu 1 sæti 29. nóvember 2010 13:58 Paul di Resta og Timo Scheider á verðalaunapallinum í Sjanghæ á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Hasan Bratic Bongarts Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru keppnisökumenn Force India í ár. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru keppnisökumenn Force India í ár.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira