Skrattinn og amman Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 14. júní 2010 10:38 Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.Þegar leikurinn er hálfnaður segist bullan vera komin með hausverk og í seinni hálfleik er lækkað í tækinu. Alþjóðaknattspyrnusambandinu er bölvað, því þrátt fyrir kvartanir áhorfenda og leikmanna, sem segjast ekki heyra í hver öðrum, hefur FIFA enn ekki viljað banna lúðrana. Enda væri það víst álíka og að banna Austurríkismönnum að jóðla og baðstofugestum í Laugum að fara með möntruna sína í búningsklefunum. HM í ár verður eins og að eyða sumarfríinu með Sturlu Jónssyni og bloggvinum hans.Knattspyrnuáhorfendur hafa síðustu mánuði þróað sinn ósnertanlega helgidóm júní- og júlímánaðar. Börnin send í sumarbúðir, sólargluggatjöld frá Álafoss sett upp, rétta snakkið valið með margra mánaða prófunum og sumarfríið stílað inn á á HM. Þetta er því svolítið óvænt og óviðráðanleg truflun. Sumir hafa á orði að skárra væri að hafa James Blunt eða einhverja Listahátíðar sígaunatónlist undir leikjunum. Og þó. Afríski undirleikurinn er einmitt svolítið eins og Listahátíðaratriði. Það er ekki að undra að einhverjir, sem ekki fíla fótboltann, gangi glottandi um.En sem sagt. Skrattinn hitti fyrir ömmu sína. Fótboltabullur vita ekkert sérstaklega mikið um tillitssemi. Það veit barnatíminn í sjónvarpinu (og börnin í sumarbúðunum) og tölvupósturinn minn, sem er einmitt þessa stundina fullur af skeytum frá vinnufélögum, sem giska á hvernig næstu leikir fara í von um nokkrar bjórdollur. Má ég heldur biðja um tölvuskeyti um gelneglur og hárlengingar. Spa-mánuður í ágúst væri þema að mínu skapi. Allir með ilmkerti og hárlakk í vinnunni. Lyftutónlist á kantinum og einn ískaldur kísilbakstur á ennið.Fótboltabullur standa og klóra sér í hausnum og réttlætinu er kannski fullnægt - nema FIFA snúist hugur. Það er ekkert hægt að gera nema sýna menningarlegt umburðarlyndi, erfitt að hafa eitthvað á móti þjóð sem hefur verið arðrænd og þrælað út í margar aldir. Það er varla á það bætandi að setja eitthvað út á það - allir vita hvernig það fór þegar breska pressan fjallaði um flippaðan klæðaburð forseta Suður-Afríku og fjölkvænið. Enginn vill láta nappa sig á framandi-menningarfordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.Þegar leikurinn er hálfnaður segist bullan vera komin með hausverk og í seinni hálfleik er lækkað í tækinu. Alþjóðaknattspyrnusambandinu er bölvað, því þrátt fyrir kvartanir áhorfenda og leikmanna, sem segjast ekki heyra í hver öðrum, hefur FIFA enn ekki viljað banna lúðrana. Enda væri það víst álíka og að banna Austurríkismönnum að jóðla og baðstofugestum í Laugum að fara með möntruna sína í búningsklefunum. HM í ár verður eins og að eyða sumarfríinu með Sturlu Jónssyni og bloggvinum hans.Knattspyrnuáhorfendur hafa síðustu mánuði þróað sinn ósnertanlega helgidóm júní- og júlímánaðar. Börnin send í sumarbúðir, sólargluggatjöld frá Álafoss sett upp, rétta snakkið valið með margra mánaða prófunum og sumarfríið stílað inn á á HM. Þetta er því svolítið óvænt og óviðráðanleg truflun. Sumir hafa á orði að skárra væri að hafa James Blunt eða einhverja Listahátíðar sígaunatónlist undir leikjunum. Og þó. Afríski undirleikurinn er einmitt svolítið eins og Listahátíðaratriði. Það er ekki að undra að einhverjir, sem ekki fíla fótboltann, gangi glottandi um.En sem sagt. Skrattinn hitti fyrir ömmu sína. Fótboltabullur vita ekkert sérstaklega mikið um tillitssemi. Það veit barnatíminn í sjónvarpinu (og börnin í sumarbúðunum) og tölvupósturinn minn, sem er einmitt þessa stundina fullur af skeytum frá vinnufélögum, sem giska á hvernig næstu leikir fara í von um nokkrar bjórdollur. Má ég heldur biðja um tölvuskeyti um gelneglur og hárlengingar. Spa-mánuður í ágúst væri þema að mínu skapi. Allir með ilmkerti og hárlakk í vinnunni. Lyftutónlist á kantinum og einn ískaldur kísilbakstur á ennið.Fótboltabullur standa og klóra sér í hausnum og réttlætinu er kannski fullnægt - nema FIFA snúist hugur. Það er ekkert hægt að gera nema sýna menningarlegt umburðarlyndi, erfitt að hafa eitthvað á móti þjóð sem hefur verið arðrænd og þrælað út í margar aldir. Það er varla á það bætandi að setja eitthvað út á það - allir vita hvernig það fór þegar breska pressan fjallaði um flippaðan klæðaburð forseta Suður-Afríku og fjölkvænið. Enginn vill láta nappa sig á framandi-menningarfordómum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun