Webber vildi láta hægja á Vettel 2. júní 2010 13:50 Webber í forystu efttir ræsinguna í Tyrklandi um helgina. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segir í samtali við autosport.com í dag að Mark Webber hafi beðið lið sitt að hægja Vettel áður en áreksturinn milli þeirra varð staðreynd í Tyrklandi á sunnudaginn. Red Bull stjórarnir voru ekki tilbúnir að biðja Vettel að slaka á, þar sem Lewis Hamilton og Jenson Button voru rétt á eftir honum. "Það var ljóst að McLaren var með meiri hámarkshraða á beinu köflunum. Mark bað um að aðeins yrði hægt á Sebastian . En það var ekki nokkur leið að gera slíkt, því McLaren voru á eftir okkur", sagði Horner um málið. "Það leit út fyrir að Mark væri í vandræðum með afturdekkin frá okkar bæjardyrum séð. Vettel nálgaðist hann hratt í 38 og 39 hring og sá fékk tækifæri í 40 hring. Báðir upplifðu þar atvik sem þeir vildu ekki." "Við erum heppnir að báðir ökumenn eru þroskaðir einstaklingar, en það var hiti í mönnum á sunnudaginn. Þeir fara trúlega ekki saman á pöbbinn, en munu vinna saman á fagmannlegan hátt. Þeir vinna hjá liðinu og vita reglurnar", sagði Horner. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir í samtali við autosport.com í dag að Mark Webber hafi beðið lið sitt að hægja Vettel áður en áreksturinn milli þeirra varð staðreynd í Tyrklandi á sunnudaginn. Red Bull stjórarnir voru ekki tilbúnir að biðja Vettel að slaka á, þar sem Lewis Hamilton og Jenson Button voru rétt á eftir honum. "Það var ljóst að McLaren var með meiri hámarkshraða á beinu köflunum. Mark bað um að aðeins yrði hægt á Sebastian . En það var ekki nokkur leið að gera slíkt, því McLaren voru á eftir okkur", sagði Horner um málið. "Það leit út fyrir að Mark væri í vandræðum með afturdekkin frá okkar bæjardyrum séð. Vettel nálgaðist hann hratt í 38 og 39 hring og sá fékk tækifæri í 40 hring. Báðir upplifðu þar atvik sem þeir vildu ekki." "Við erum heppnir að báðir ökumenn eru þroskaðir einstaklingar, en það var hiti í mönnum á sunnudaginn. Þeir fara trúlega ekki saman á pöbbinn, en munu vinna saman á fagmannlegan hátt. Þeir vinna hjá liðinu og vita reglurnar", sagði Horner.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira