Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslum á Alþingi.
34 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að Ingibjörgu yrði stefnt fyrir landsdóm en 29 þingmenn vildu að henni yrði stefnt.

