Sönn jól eru góðar tilfinningar 1. janúar 2010 00:01 „Sigurgeir, Jónas Bjartmar og Margrét Lovísa eru með mér á myndinni," útskýrir Rósa. „Eftirminnilegustu jólin eru frá árinu 1999 þegar við hjónin bjuggum ásamt tveimur elstu sonum okkar í Flórída og héldum jólin hátíðleg í 25 stiga hita og jólaföt drengjanna voru stuttbuxur og stuttermabolir," svarar Rósa Guðbjartsdóttir sem gefur út fyrir þessi jól matreiðslubókina „Eldað af lífi og sál" aðspurð um eftirminnileg jól. „Þessi smákökuuppskrift, sem er að finna í nýju matreiðslubókinni minni, er sú vinsælasta á heimilinu." „Við náðum mjög hátíðlegri stemningu og áttum yndisleg jól þótt jólasnjóinn og íslensku jólasveinana vantaði." „Foreldrar okkar höfðu reyndar komið til okkar yfir hátíðarnar og þá upplifði maður svo sterkt að hin einu sönnu jól eru í raun bara tilfinning; umgjörðin skiptir ekki máli heldur er aðalatriðið að hafa sína nánustu hjá sér í friði og spekt." Ég bjó óvart til hefð. Ég hef notað þennan kjól þrjú síðustu jól - og hann er því sannarlega orðinn jólakjóllinn minn - er að spá í hvort ég hafi hann ekki fyrir jólakjólinn bara það sem eftir er," segir Rósa. Hvað verður á boðstólnum hjá þér á jólunum? „Ég verð með kalkún í matinn á aðfangadagskvöld eins og ég hef verið með síðastliðinn 15 ár," svarar Rósa. „Það er orðin hefð á okkar heimili og finnst mér alveg dásamlegt að nostra við kalkúninn, sósuna og meðlætið - og þegar ilmurinn úr ofninum færist yfir heimilið þá eru jólin alveg að klingja inn." Matreiðslubókin sem Rósa gefur út fyrir þessi jól. „Eina hefð hef ég þó tekið af mínu æskuheimili en það er að sjóða lítið hangikjötslæri á þorláksmessu - hangikjötsilmurinn toppar allt annað í stemningu á meðan jólatréð er skreytt." „Aðventuna nota ég frekar til að baka eða föndra með krökkunum, rölta með þeim í jólaþorpið og sötra heitt súkkulaði með vinunum, heldur en að stressa mig á því hvort allir skápar séu nú örugglega hreinir," segir Rósa.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól
„Eftirminnilegustu jólin eru frá árinu 1999 þegar við hjónin bjuggum ásamt tveimur elstu sonum okkar í Flórída og héldum jólin hátíðleg í 25 stiga hita og jólaföt drengjanna voru stuttbuxur og stuttermabolir," svarar Rósa Guðbjartsdóttir sem gefur út fyrir þessi jól matreiðslubókina „Eldað af lífi og sál" aðspurð um eftirminnileg jól. „Þessi smákökuuppskrift, sem er að finna í nýju matreiðslubókinni minni, er sú vinsælasta á heimilinu." „Við náðum mjög hátíðlegri stemningu og áttum yndisleg jól þótt jólasnjóinn og íslensku jólasveinana vantaði." „Foreldrar okkar höfðu reyndar komið til okkar yfir hátíðarnar og þá upplifði maður svo sterkt að hin einu sönnu jól eru í raun bara tilfinning; umgjörðin skiptir ekki máli heldur er aðalatriðið að hafa sína nánustu hjá sér í friði og spekt." Ég bjó óvart til hefð. Ég hef notað þennan kjól þrjú síðustu jól - og hann er því sannarlega orðinn jólakjóllinn minn - er að spá í hvort ég hafi hann ekki fyrir jólakjólinn bara það sem eftir er," segir Rósa. Hvað verður á boðstólnum hjá þér á jólunum? „Ég verð með kalkún í matinn á aðfangadagskvöld eins og ég hef verið með síðastliðinn 15 ár," svarar Rósa. „Það er orðin hefð á okkar heimili og finnst mér alveg dásamlegt að nostra við kalkúninn, sósuna og meðlætið - og þegar ilmurinn úr ofninum færist yfir heimilið þá eru jólin alveg að klingja inn." Matreiðslubókin sem Rósa gefur út fyrir þessi jól. „Eina hefð hef ég þó tekið af mínu æskuheimili en það er að sjóða lítið hangikjötslæri á þorláksmessu - hangikjötsilmurinn toppar allt annað í stemningu á meðan jólatréð er skreytt." „Aðventuna nota ég frekar til að baka eða föndra með krökkunum, rölta með þeim í jólaþorpið og sötra heitt súkkulaði með vinunum, heldur en að stressa mig á því hvort allir skápar séu nú örugglega hreinir," segir Rósa.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól