Anítu Sóleyju Gunnarsdóttur finnst gott að borða hangikjöt á jólunum. Hún var spurð út í jólahaldið eins og fleiri nemendur í fyrsta bekk Seljaskóla.
Hlakkar þú til jólanna? Já, því þá kemur jólasveinninn og gefur í skóinn og þá kemur snjór.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Pet shop.
Áttu uppáhaldsjólasvein? Það er Gluggagægir, hann er svo góður.
Veistu hvað Grýla gerir? Hún tekur börn og setur í poka.
Hvaða mat viltu borða á jólunum? Hangikjöt, það er gott.
