Ferrari vill að Massa hjálpi Alonso 1. október 2010 12:07 Luca Montezemolo flytur ávarp á bílasýningunni í París sem núna stendur yfir. Mynd: Getty Images Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128
Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira