Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 18:09 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Fréttablaðið Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -) Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Sjá meira
Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -)
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Sjá meira