Button: Allt galopið í titilslagnum 5. október 2010 17:16 Jenson Button kann vel við sig í Japan. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011." Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011."
Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira