Sjúklega töff Kick-Ass 20. apríl 2010 10:00 Þrátt fyrir gáskafullt yfirbragðið er ekkert gefið eftir í ofbeldinu sem er alveg hreint unun á að horfa þegar hasarinn byrjar fyrir alvöru. ***** Kick-Ass Leikstjóri: Matthew Vaughn Aðalhlutverk: Aaron Johnson, Mark Strong, Chloe Moretz, Nicolas Cage Lúðinn Dave er ósköp venjulegur myndasögunörd. Í klassískri tilvistarkreppu fórnarlambsins veltir hann þeirri sjálfsögðu heimspekilegu spurningu fyrir sér hvers vegna í ósköpunum enginn sé löngu búinn að fara að fordæmi ofurhetja myndasögublaðanna, skella sér í grímubúning og hjálpa lítilmagnanum í baráttunni við skúrka og skítmenni. Hann ákveður að sitja ekki við orðin tóm, pantar sér búning og ræðst gegn glæpaskrílnum í hverfinu í gervi hetjunnar Kick-Ass. Þessi renglulegi unglingur á að vísu ekki mikið í skúrkana en lætur samt ekki deigan síga. Á sama tíma gera grímuklæddu feðginin Hit-Girl og Big Daddy umfangsmiklum fíkniefnasala í New York skráveifur og ljóst að þau eru í ofurhetjubransanum af fullri alvöru. Hit-Girl er 11 ára en lætur sig ekki muna um að saxa glæpalýðinn í spað með hnífum, spjótum og sveðjum og er ekki síður skæð með skotvopn í höndum. Feðginin vinna sín verk í kyrrþey þannig að Kick-Ass, sem er orðinn heimsfrægur á Youtube, er eignaður heiðurinn af blóðugum fíkniefnaforvörnum Hit-Girl og Big Daddy. Mafían fær því vitaskuld mikinn áhuga á að hafa hendur í hári Kick-Ass og ýmissa bragða er beitt til þess að bregða fæti fyrir grímulúðann sem á sér varla viðreisnar von án Hit-Girl og Big Daddy. Þessi mynd er í einu orði sagt frábær. Hún sprettur beint upp úr sprellfjörugri deiglu þar sem myndasaga og kvikmynd bráðna saman með sérdeilis prýðilegum árangri. Hér er í raun gert góðlátlegt grín að ofurhetjum en samt með fullri virðingu auk þess sem Kick-Ass er um leið fyrirtaks ofurhetjumynd þótt kempurnar búi ekki yfir neinum yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þrátt fyrir gáskafullt yfirbragðið er ekkert gefið eftir í ofbeldinu sem er alveg hreint unun á að horfa þegar hasarinn byrjar fyrir alvöru. Kvikmyndataka, klippingar og tónlistarval eru til stakrar fyrirmyndar og lyfta bardagaatriðum myndarinnar í hæstu hæðir. Þetta er allt svo yfirgengilega töff að um mann fer gæsahúð þegar litla 11 ára stelpuskottið með bleiku hárkolluna brytjar niður heilu herskarana af mafíósum. Nicolas Cage er upp á sitt allra besta í hlutverki Big Daddy sem á óuppgerðar sakir við mafíósa sem hinn magnaði senuþjófur Mark Strong (Sherlock Holmes, Body of Lies, RocknRolla) leikur. Aaron Johnson er eðalnörd og maður getur ekki komist hjá því að míga á sig af hrifningu yfir Chloe Moretz í hlutverki Hit-Girl sem er aðaldrápsmaskínan í þessari æðisgengnu mynd. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Hreint út sagt frábær mynd í alla staði. Sjúklega töff, fyndin, spennandi og skemmtileg og ekki spilla dásamlegir ofbeldisballettar fyrir. Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Allt brjálað út af grófri 11 ára stúlku Mikil andstaða hefur myndast gegn persónunni Hit Girl, 11 ára stúlku sem er leigumorðingi. 9. apríl 2010 13:41 Hilton á Kick-Ass frumsýningu | Myndir Kvikmyndin Kick-Ass fer nú eins og eldur í sinu um heiminn. Í Hollywood var blásið til frumsýningarveislu í síðustu viku. 18. apríl 2010 16:15 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
***** Kick-Ass Leikstjóri: Matthew Vaughn Aðalhlutverk: Aaron Johnson, Mark Strong, Chloe Moretz, Nicolas Cage Lúðinn Dave er ósköp venjulegur myndasögunörd. Í klassískri tilvistarkreppu fórnarlambsins veltir hann þeirri sjálfsögðu heimspekilegu spurningu fyrir sér hvers vegna í ósköpunum enginn sé löngu búinn að fara að fordæmi ofurhetja myndasögublaðanna, skella sér í grímubúning og hjálpa lítilmagnanum í baráttunni við skúrka og skítmenni. Hann ákveður að sitja ekki við orðin tóm, pantar sér búning og ræðst gegn glæpaskrílnum í hverfinu í gervi hetjunnar Kick-Ass. Þessi renglulegi unglingur á að vísu ekki mikið í skúrkana en lætur samt ekki deigan síga. Á sama tíma gera grímuklæddu feðginin Hit-Girl og Big Daddy umfangsmiklum fíkniefnasala í New York skráveifur og ljóst að þau eru í ofurhetjubransanum af fullri alvöru. Hit-Girl er 11 ára en lætur sig ekki muna um að saxa glæpalýðinn í spað með hnífum, spjótum og sveðjum og er ekki síður skæð með skotvopn í höndum. Feðginin vinna sín verk í kyrrþey þannig að Kick-Ass, sem er orðinn heimsfrægur á Youtube, er eignaður heiðurinn af blóðugum fíkniefnaforvörnum Hit-Girl og Big Daddy. Mafían fær því vitaskuld mikinn áhuga á að hafa hendur í hári Kick-Ass og ýmissa bragða er beitt til þess að bregða fæti fyrir grímulúðann sem á sér varla viðreisnar von án Hit-Girl og Big Daddy. Þessi mynd er í einu orði sagt frábær. Hún sprettur beint upp úr sprellfjörugri deiglu þar sem myndasaga og kvikmynd bráðna saman með sérdeilis prýðilegum árangri. Hér er í raun gert góðlátlegt grín að ofurhetjum en samt með fullri virðingu auk þess sem Kick-Ass er um leið fyrirtaks ofurhetjumynd þótt kempurnar búi ekki yfir neinum yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þrátt fyrir gáskafullt yfirbragðið er ekkert gefið eftir í ofbeldinu sem er alveg hreint unun á að horfa þegar hasarinn byrjar fyrir alvöru. Kvikmyndataka, klippingar og tónlistarval eru til stakrar fyrirmyndar og lyfta bardagaatriðum myndarinnar í hæstu hæðir. Þetta er allt svo yfirgengilega töff að um mann fer gæsahúð þegar litla 11 ára stelpuskottið með bleiku hárkolluna brytjar niður heilu herskarana af mafíósum. Nicolas Cage er upp á sitt allra besta í hlutverki Big Daddy sem á óuppgerðar sakir við mafíósa sem hinn magnaði senuþjófur Mark Strong (Sherlock Holmes, Body of Lies, RocknRolla) leikur. Aaron Johnson er eðalnörd og maður getur ekki komist hjá því að míga á sig af hrifningu yfir Chloe Moretz í hlutverki Hit-Girl sem er aðaldrápsmaskínan í þessari æðisgengnu mynd. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Hreint út sagt frábær mynd í alla staði. Sjúklega töff, fyndin, spennandi og skemmtileg og ekki spilla dásamlegir ofbeldisballettar fyrir. Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Allt brjálað út af grófri 11 ára stúlku Mikil andstaða hefur myndast gegn persónunni Hit Girl, 11 ára stúlku sem er leigumorðingi. 9. apríl 2010 13:41 Hilton á Kick-Ass frumsýningu | Myndir Kvikmyndin Kick-Ass fer nú eins og eldur í sinu um heiminn. Í Hollywood var blásið til frumsýningarveislu í síðustu viku. 18. apríl 2010 16:15 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Allt brjálað út af grófri 11 ára stúlku Mikil andstaða hefur myndast gegn persónunni Hit Girl, 11 ára stúlku sem er leigumorðingi. 9. apríl 2010 13:41
Hilton á Kick-Ass frumsýningu | Myndir Kvikmyndin Kick-Ass fer nú eins og eldur í sinu um heiminn. Í Hollywood var blásið til frumsýningarveislu í síðustu viku. 18. apríl 2010 16:15