Ingibjörg Sólrún: Hafði ekki forsendur til að draga orð sérfræðinga í efa 12. apríl 2010 21:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki talin hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi samkvæmt Rannsóknarskýrslunni. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira