Sindri Þór Jakobsson, sem nýverið gerðist norskur ríkisborgari, hefur á undanförnum dögum sett fjögur norsk unglingamet í flokki 19 ára og yngri. Sindri, er fæddur á Akranesi og keppti fyrir Íslands hönd, en hann hefur verið búsettur í Noregi fimm ár en hann á Íslandsmetin í 200 metra flugsundi í 50 m. og 25 m. laug.
Á fyrsta keppnisdegi á norska unglingameistaramótinu sem hófst í gær í Bergen sigraði Sindri í 50 metra flugsundi og var hann aðeins 2/100 úr sekúndu frá norska unglingametinu. Hann synti á 27,01 sek. og var hálfri sekúndu á undan næsta keppanda.
Sindri hefur eins og áður segir sett fjögur norsk unglingamet í haust. Fyrsta metið setti hann í Osló um miðjan október þegar hann synti 200 metra flugsund á 2.02,94 mín. Hann stórbætti árangur sinn í greininni í tvígang á alþjóðlegu móti í Svíþjóð þar sem hann synti á 1.59,35 mín. í undanrásum og hann sigraði í greininni í úrslitasundinu þar sem hann bætti norska unglingametið í þriðja sinn, 1.58,69 mín. Sindri var aðeins 3/10 úr sekúndu frá norska metinu í fullorðinsflokki. Þess ber að geta að
Á Íslandsmetið í 200 metra flugsundi
Sindri á Íslandsmetið í fullorðinsflokki í 200 metra flugsundi sem er er 2.02,97 mínútur, sett í Prag í Tékklandi í júlí 2009. Hann á einnig Íslandsmetið í 200 metra flugsundi í 25 metra laug sem er 1.57,21 mín.
Sindri á einnig norska unglingametið í 100 metra flugsundi sem er 54,41 sek.