Fjórir geta orðið meistarar í lokamótinu 8. nóvember 2010 10:49 Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira