Kristianstad vann í dag góðan 5-1 útisigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Katrín Ómarsdóttir skoraði eitt mark í leiknum, eftir sendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur.
Katrín, Margrét Lára og Erla Steina Arnardóttir léku allan leikinn í liði Kristianstad og Guðný Björk Óðinsdóttir kom inn ´sem varamaður á 61. mínútu.
Malmö er enn ósigrað á toppi deildarinnar eftir 5-3 sigur á Kopparberg/Göteborg í dag. Þóra Helgadóttir stóð í marki Malmö en hún hafði fyrir leikinn í dag aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Dóra Stefánsdóttir er enn frá vegna meiðsla.
Malmö er á toppnum með 22 stig eftir átta leiki en Kristianstad er í þriðja sætinu með fjórtán stig. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Katrín skoraði í stórsigri Kristianstad
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
