Kristianstad vann í dag góðan 5-1 útisigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Katrín Ómarsdóttir skoraði eitt mark í leiknum, eftir sendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur.
Katrín, Margrét Lára og Erla Steina Arnardóttir léku allan leikinn í liði Kristianstad og Guðný Björk Óðinsdóttir kom inn ´sem varamaður á 61. mínútu.
Malmö er enn ósigrað á toppi deildarinnar eftir 5-3 sigur á Kopparberg/Göteborg í dag. Þóra Helgadóttir stóð í marki Malmö en hún hafði fyrir leikinn í dag aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Dóra Stefánsdóttir er enn frá vegna meiðsla.
Malmö er á toppnum með 22 stig eftir átta leiki en Kristianstad er í þriðja sætinu með fjórtán stig. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Katrín skoraði í stórsigri Kristianstad
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
