Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004 Pétur Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2010 05:45 Breitt bil Kaupmáttur hundrað tekjuhæstu einstaklinganna fimmfaldaðist á sama tíma og kaupmáttur almennings jókst um helming.Fréttablaðið/Stefán Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira