Leiknismenn komust aftur á topp 1. deildar karla með 1-0 útisigri í Njarðvík í kvöld. Það var Vigfús Arnar Jósepsson sem skoraði sigurmarkið og kom sínum mönnum í toppsætið.
Vigfús Arnar Jósepsson skoraði markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið flotta stoðsendingu frá Kjartani Andra Baldvinssyni. Þetta var fyrsta deildarmarkið hans í sumar.
ÍR og Grótta gerðu 2-2 jafntefli í hinum leik kvöldsins. Bæði lið komust yfir í leiknum en Magnús Gíslason tryggði Gróttu jafnteflið eftir að ÍR-ingar höfðu skorað tvö mörk á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.
ÍR-ingar gerðu þarna sitt fjórða jafntefli í fimm leikjum og hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu Breiðholtsslaginn á móti Leikni 18. júní síðastliðinn.
Leiknir er með 25 stig í 1. sætinu eða þremur meira en Þór og Víkingur sem hafa leikið einum leik færra. Víkingur R. sækir Fjarðabyggð heim á morgun og Þórsarar spila þá við Fjölni í Grafarvogi.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.
Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:
ÍR-Grótta 2-2
0-1 Enric Már Teitsson, 1-1 Karl Brynjar Björnsson, 2-1 Árni Freyr Guðnason, 2-2 Magnús Gíslason.
Njarðvík-Leiknir R. 0-1
0-1 Vigfús Arnar Jósepsson (15.)
Leiknir vann í Njarðvík og fór aftur á toppinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

