Webber og Schumacher fljótastir í Singapúr 24. september 2010 11:42 Mark Webber á Red Bull í Singapúr leggur af stað í hring um brautina. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Singapúr í morgun. Hann varð 0.1 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Schumacher er að aka brautina í fyrsta skipti, en byrjað var að keppa á brautinni árið 2008. Keppt er í flóðljósum á brautinni á sunnudaginn. Schumacher sagði fyrir helgina að hann væri fljótur að ná tökum á nýjum brautum og það sannast á tíma hans. Landi Schumachers frá Þýskalandi, Adrian Sutil á Force India var þriðji fljótastur á æfingunni, en Sebastian Vettel á Red Bull fjórði. Brautin var blaut vegna rigningar, en þornaði undir lokin. Fimm ökumenn keppa af kappai um meistaratitilinn um helgina, Webber er efstur að stigum, Lewis Hamilton annar, þá Fernando Alonso, Jenson Button og Vettel. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag í Singapúr á Stöð 2 Sport kl. 23.00. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Singapúr í morgun. Hann varð 0.1 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Schumacher er að aka brautina í fyrsta skipti, en byrjað var að keppa á brautinni árið 2008. Keppt er í flóðljósum á brautinni á sunnudaginn. Schumacher sagði fyrir helgina að hann væri fljótur að ná tökum á nýjum brautum og það sannast á tíma hans. Landi Schumachers frá Þýskalandi, Adrian Sutil á Force India var þriðji fljótastur á æfingunni, en Sebastian Vettel á Red Bull fjórði. Brautin var blaut vegna rigningar, en þornaði undir lokin. Fimm ökumenn keppa af kappai um meistaratitilinn um helgina, Webber er efstur að stigum, Lewis Hamilton annar, þá Fernando Alonso, Jenson Button og Vettel. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag í Singapúr á Stöð 2 Sport kl. 23.00.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira