„Ég er hérna fyrst og fremst til þess að syngja fyrir Íslands hönd á laugardaginn og mér líður alveg ofsalega vel með þetta," segir Hera Björk spurð út í fjölmiðlabannið sem Valgeir Magnússon stýrir en frá og með deginum í dag fær enginn að nálgast Heru svo hún geti hvílt sig fyrir morgundaginn.
„Ég náttúrulega verð alveg rosa meðvirk og finnst svo erfitt þegar hann er að vísa fólki frá," segir hún.