Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi 11. október 2010 14:51 Lewis Hamilton fékk far í forláta farkosti þegar ökumenn voru kynntir fyrir kappaksturinn í Japan í gær. Mynd: Getty Images Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira