Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum 28. nóvember 2010 18:21 Filipe Albuquerque lagði Sebastian Loeb í úrslitarimmu í kappakstursmóti meistaranna í Þýskalandi í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira