Hamilton enn með titilvon í brjósti 29. september 2010 15:34 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu, en var efstur um tíma. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira