Veigar Páll Gunnarsson skoraði sigurmark Stabæk þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Kongsvinger í norska boltanum.
Veigar var í stuði í leiknum en hann lagði upp fyrra mark Stabæk í leiknum. Það var svo Pálmi Rafn Pálmason sem átti stoðsendinguna á Veigar í sigurmarkinu.
Kongsvinger er í næstneðsta sæti, því fimmtánda, en Stabæk í ellefta.