Ásdís Hjálmsdóttir valin Íþróttamaður Reykjavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2010 16:59 Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/Anton Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var í dag valinn íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2009 en þetta er í 31. sinn sem Íþróttamaður Reykjavíkur er kjörinn. Ásdís fékk auk bikarsins 150 þúsund króna styrk frá ÍBR. Ásdís setti nýtt Íslandsmet í spjótkasti, 61,37 m, í byrjun maí 2009 og komst þá í sjöunda sæti heimslistans. Ásdís er nú í 22. sæti á heimslistanum en hún hækkaði sig um fjórtán sæti frá því í fyrra og engin Norðurlandabúi var ofar en hún á listanum. Tíu aðrir reykvískir íþróttamenn fengu 50 þúsund króna styrk en alls var útdeilt úr afrekssjóði borgarinnar 7,7 milljónum króna til íþróttafélaga og deilda í borginni. Valur fékk hæstu upphæðina eina milljón og 450 þúsund en KR-ingar næst hæstu fjárhæðina 1 milljón og 350 þúsund krónur. Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur undanfarin ár veitt viðurkenningar til íþróttamanna í reykvíkskum félögum fyrir frábæran árangur. Að þessu sinni voru það ellefu íþróttamenn sem hlutu viðurkenningu og hlaut hver þeirra styrk að upphæð kr. 50.000,-. Íþróttamennirnir níu eru eftirfarandi: 1. Anna Soffía Víkingsdóttir, júdókona úr Ármanni 2. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni. 3. Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur. 4. Eyþór Þrastarson, sundmaður úr Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. 5. Guðmundur Stephensen, borðtennismaður úr Víkingi. 6. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni. 7. Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi. 8. Katrín Jónsdóttir, knattspyrnukona úr Knattspyrnufélaginu Val. 9.Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. 10.Sonja Sigurðardóttir, sundkona úr Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. 11. Þormóður Jónsson júdómaður úr Júdófélagi Reykjavíkur. Innlendar Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var í dag valinn íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2009 en þetta er í 31. sinn sem Íþróttamaður Reykjavíkur er kjörinn. Ásdís fékk auk bikarsins 150 þúsund króna styrk frá ÍBR. Ásdís setti nýtt Íslandsmet í spjótkasti, 61,37 m, í byrjun maí 2009 og komst þá í sjöunda sæti heimslistans. Ásdís er nú í 22. sæti á heimslistanum en hún hækkaði sig um fjórtán sæti frá því í fyrra og engin Norðurlandabúi var ofar en hún á listanum. Tíu aðrir reykvískir íþróttamenn fengu 50 þúsund króna styrk en alls var útdeilt úr afrekssjóði borgarinnar 7,7 milljónum króna til íþróttafélaga og deilda í borginni. Valur fékk hæstu upphæðina eina milljón og 450 þúsund en KR-ingar næst hæstu fjárhæðina 1 milljón og 350 þúsund krónur. Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur undanfarin ár veitt viðurkenningar til íþróttamanna í reykvíkskum félögum fyrir frábæran árangur. Að þessu sinni voru það ellefu íþróttamenn sem hlutu viðurkenningu og hlaut hver þeirra styrk að upphæð kr. 50.000,-. Íþróttamennirnir níu eru eftirfarandi: 1. Anna Soffía Víkingsdóttir, júdókona úr Ármanni 2. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni. 3. Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur. 4. Eyþór Þrastarson, sundmaður úr Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. 5. Guðmundur Stephensen, borðtennismaður úr Víkingi. 6. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni. 7. Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi. 8. Katrín Jónsdóttir, knattspyrnukona úr Knattspyrnufélaginu Val. 9.Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. 10.Sonja Sigurðardóttir, sundkona úr Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. 11. Þormóður Jónsson júdómaður úr Júdófélagi Reykjavíkur.
Innlendar Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira