Bjarni Þór: Mikilvægast að ég spili reglulega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:00 Bjarni í leik með U21 árs landsliði Íslands. GettyImages Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008. Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008.
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira