Svo gæti farið að Rio Ferdinand stígi aftur út á knattspyrnuvöllinn í kvöld er Man. Utd sækir Glasgow Rangers heim í Meistaradeildinni.
Ferdinand var mikið meiddur síðasta vetur er hann var að glíma við bakmeiðsli. Hann missti síðan af HM vegna hnémeiðsla.
"Ég hef verið að æfa af fullum krafti með liðinu í tvær vikur, lék svo með varaliðinu og líður vel," sagði Rio.
"Ég virkilega naut þess að koma aftur út á völlinn. Bakið er fínt sem og hnéð. Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur."