Með níu þúsund á tímann allan sólarhringinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:30 Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32