Atli: Gott að vera á toppnum í fríinu Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2010 21:15 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en hann hefði viljað þau bæði. Akureyri gerði jafntefli ,23-23, gegn Haukum í 11.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin en jafntefli varð niðurstaðan. „Ég er gríðarlega ánægður að vera enn á toppnum þegar kemur að fríinu. Strákarnir gerðu sér fulla grein fyrir því að Haukar væru með frábært lið og það yrði ekkert auðvelt að koma hingað,“ sagði Atli. „Við vorum alltaf vel inn í þessum leik og hefðum á tíma getað náð þriggja marka forystu og þá veit maður aldrei hvort leikurinn hefði þróast öðruvísi“. „Það sem einkenndi leikinn í kvöld var mikil taugaspenna hjá leikmönnum og bæði liðin vildu greinilega enda á góðum nótum fyrir fríið. Þetta var ekki besti handbolti sem ég hef séð en menn voru að leggja sig mikið fram og ég get ekki farið fram á meira,“ sagði Atli. Akureyringar voru í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Hauka í kvöld og Birkir Ívar Guðmundsson var gjörsamlega með leikmenn Akureyrar í vasanum. „Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum hjá okkur. Við spiluðum fínan sóknarleik á móti Fram í síðustu umferð, en í kvöld var það aðallega Birkir sem við vorum í vandræðum með,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en hann hefði viljað þau bæði. Akureyri gerði jafntefli ,23-23, gegn Haukum í 11.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin en jafntefli varð niðurstaðan. „Ég er gríðarlega ánægður að vera enn á toppnum þegar kemur að fríinu. Strákarnir gerðu sér fulla grein fyrir því að Haukar væru með frábært lið og það yrði ekkert auðvelt að koma hingað,“ sagði Atli. „Við vorum alltaf vel inn í þessum leik og hefðum á tíma getað náð þriggja marka forystu og þá veit maður aldrei hvort leikurinn hefði þróast öðruvísi“. „Það sem einkenndi leikinn í kvöld var mikil taugaspenna hjá leikmönnum og bæði liðin vildu greinilega enda á góðum nótum fyrir fríið. Þetta var ekki besti handbolti sem ég hef séð en menn voru að leggja sig mikið fram og ég get ekki farið fram á meira,“ sagði Atli. Akureyringar voru í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Hauka í kvöld og Birkir Ívar Guðmundsson var gjörsamlega með leikmenn Akureyrar í vasanum. „Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum hjá okkur. Við spiluðum fínan sóknarleik á móti Fram í síðustu umferð, en í kvöld var það aðallega Birkir sem við vorum í vandræðum með,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira