Ecclestone vill mót í New York 6. júlí 2010 16:18 Michael Schumacher og Bernie Ecclestone ræða málin á mótssvæðinu í Montreal, en það mót var aftur á dagskrá í ár. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone er enn að leita eftir að halda mót við New York, þó búið sé að semja um mótshald í Austin í Texas frá árinu 2010. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Það er að gerast. Við erum að ræða málin og sjáum hvað gerist", sagði Ecclestone um málið, en staðfesti jafnframt að mótshald verður í Texas. Þá gat Ecclestone þess að það væri ekki í burðarliðnum að vera með mót á Mæjorka í stað Valencia, en hann hitti forsvarsmenn frá Mæjorka á dögunum. Slík plön virðast því ekki í gangi, þó Mæjorkamenn hafi áhuga á Formúlu 1 mótshaldi. Vitað er að Ecclestone hefur áhuga á enn fleiri mótum á ári, en þau 19 sem nú eru á dagskrá. Ný braut í Suður Kóreu verður notuð í keppni 24. október og á næsta ári verður keppt á Indlandi. Keppt verður á Silverstone brautinni í Englandi um næstu helgi, en fyrsta mótið fór fram þar árið 1950, en keppt hefur verið í íþróttinni í 60 ár. Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone er enn að leita eftir að halda mót við New York, þó búið sé að semja um mótshald í Austin í Texas frá árinu 2010. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Það er að gerast. Við erum að ræða málin og sjáum hvað gerist", sagði Ecclestone um málið, en staðfesti jafnframt að mótshald verður í Texas. Þá gat Ecclestone þess að það væri ekki í burðarliðnum að vera með mót á Mæjorka í stað Valencia, en hann hitti forsvarsmenn frá Mæjorka á dögunum. Slík plön virðast því ekki í gangi, þó Mæjorkamenn hafi áhuga á Formúlu 1 mótshaldi. Vitað er að Ecclestone hefur áhuga á enn fleiri mótum á ári, en þau 19 sem nú eru á dagskrá. Ný braut í Suður Kóreu verður notuð í keppni 24. október og á næsta ári verður keppt á Indlandi. Keppt verður á Silverstone brautinni í Englandi um næstu helgi, en fyrsta mótið fór fram þar árið 1950, en keppt hefur verið í íþróttinni í 60 ár.
Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira