María E. Guðsteinsdóttir úr Kraftlyftingadeild Ármanns heldur áfram að gera það gott á Norðurlandameistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Noregi.
María varð í dag Norðurlandameistari í bekkpressu í 75 kg þyngdarflokki. María lyfti 107,5 kg sem er glæsilegt Íslandsmet.
María varð síðan í 8. sæti í stigakeppni í kvennaflokki samkvæmt WILKS-stigatöflu Alþjóða kraftlyftingasambandsins.