Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál Karen Kjartansdóttir skrifar 13. apríl 2010 19:37 Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira